Bátamiðlun.is

Oh no, something went wrong. Please check your network connection and try again.

Skilmálar

Skilmálar Bátamiðlun.is

NOTKUNARSKILMÁLAR BÁTAMIÐLUNAR.IS Vinsamlegast kynntu þér vandlega eftirfarandi notkunarskilmála í heild. Batamidlun.is („vefurinn“ eða „Bátamiðlun“) er í eigu Aflamiðlunar ehf. kt. 501017-1400, Hlíðarsmára 8, 201 Kópavogi (hér eftir „Aflamiðlun.“) Leyfi þitt til að nota vefinn er háð því að þú skiljir þessa skilmála og samþykkir þá. Með því að nota vefinn samþykkir þú að vera bundinn af þessum skilmálum. Hér að neðan verður vísað til þín sem „notanda“.

  1. gr. Um Bátamiðlun Bátamiðlun er vefsíða á vegum Aflamiðlunar sem býður upp á vettvang þar sem notendur geta sjálfir stundað viðskipti með skip og báta, án þátttöku eða afskipta frá Aflamiðlun. Aflamiðlun er ekki milliliður í viðskiptum milli notenda og hefur þannig enga beina aðkomu að kaupum eða sölu skipa. Þjónusta Aflamiðlunar takmarkast við þá þætti sem snúa að því að halda úti vefsíðunni Bátamiðlun. Þannig veitir Aflamiðlun hvorki ráðgjöf né annars konar þjónustu í tengslum við þau viðskipti sem fram fara á vefnum.
  2. gr. Notandi Skilmálar þessir gilda um alla notendur, jafnt skráða og óskráða, en sá sem heimsækir vefinn telst þá þegar orðinn notandi vefsins. Notendur geta hvort sem er verið einstaklingar eða lögaðilar.
  3. gr. Skráning og aðgangur Til að nýta ákveðna eiginleika vefsins, s.s. að skrá auglýsingu eða gera tilboð í skip, þarf notandi að stofna aðgang og skrá sig inn. Notandi samþykkir að veita réttar, fullnægjandi og uppfærðar upplýsingar við skráningarferlið. Ef tilefni er til, skuldbindur notandi sig einnig til þess að uppfæra slíkar upplýsingar svo þær uppfylli ávallt framangreind skilyrði. Þar með er notanda óheimilt að villa á sér heimildir. Skráður notandi skal vera lögráða, sjálfráða og fjárráða og búa yfir þroska, reynslu og skilningi að því marki sem nauðsynlegt þykir til að nota þjónustuna. Aflamiðlun ber þó enga ábyrgð á því ef aðilar sem ekki uppfylla framangreind skilyrði nota þjónustuna án heimildar. Aflamiðlun varðveitir þær upplýsingar sem veittar eru við skráningu og fer með þær samkvæmt persónuverndarstefnu.
  4. gr. Gjaldtaka Aflamiðlun rukkar auglýsendur fyrir birtingu auglýsinga á vefnum. Gjaldið er alltaf tekið skýrt fram áður en auglýsendur nýta sér þjónustu Aflamiðlunar. Aflamiðlun styðst einnig við vefkökur, en um það vísast til vefkökustefnu Bátamiðlunar.is.
  5. gr. Notkun Vefsins Notandi samþykkir að nota vefinn einungis í löglegum tilgangi og á hátt sem brýtur ekki í bága við réttindi annarra, takmarkar eða truflar notkun eða ánægju annarra af vefnum. Misnotkun á vefnum, þar á meðal en ekki takmarkað við, tölvuinnbrot, innleiðingu vírusa eða truflun á þjónustu er stranglega bönnuð. Notandi skuldbindur sig til að eiga aðeins samskipti við aðra notendur í samræmi við tilgang vefsins, og almennt nota vefinn á viðeigandi hátt og í samræmi við góða siði og venjur. Óheimilt er að dreifa hatursáróðri, ólöglegu eða óviðeigandi efni á vettvangi Bátamiðlunar. Leiki vafi á, áskilur Aflamiðlun sér rétt til þess að taka afstöðu til þess hvort efni hafi að geyma hatursáróður, sé ólöglegt eða óviðeigandi og gera viðeigandi ráðstafanir, svo sem fjarlægja það af vefnum fyrirvaralaust og eftir atvikum tilkynna það til viðeigandi stjórnvalds.
  6. gr. Breytingar á Skilmálum Aflamiðlun áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er. Breyttir skilmálar verða birtir á vefnum og "Gildistökudagur" uppfærður til að endurspegla dagsetningu breytinganna.
  7. gr. Höfundaréttur Allt efni á vefnum, þar á meðal en ekki takmarkað við texta, grafík, merki, myndir, gagnasöfn og hugbúnað, er eign Aflamiðlunar og varið af höfundaréttarlögum.
  8. gr. Takmörkun ábyrgðar Aflamiðlun ber ekki ábyrgð á tjóni af neinu tagi sem koma upp vegna notkunar þinnar á Vefnum, þar á meðal en ekki takmarkað við beina, óbeina, afleidda, tilviljunarkennda eða refsiverða tjóni.
  9. gr. Brot á skilmálum Verði fyrirtækið uppvíst að alvarlegum brotum á skilmálum þessum eða misnotar Bátamiðlun á einhvern hátt áskilur Aflamiðlun sér rétt til þess að loka aðgangi fyrirtækisins að Bátamiðlun án fyrirvara tímabundið eða ótímabundið, eyða öllum eða sumum auglýsingum eða grípa til annarra viðeigandi úrræða. Sama gildir ef notandi hagar sér með ólögmætum eða óviðeigandi hætti. Það telst ávallt alvarlegt brot á skilmálum þessum ef fyrirtæki: a. Er í vanskilum lengur en 15 daga með greiðslur sem Aflamiðlun ehf. hefur krafið um með réttmætum hætti samkvæmt skilmálum þessum. b. Sendir eða á annan hátt deilir upplýsingum sem brjóta gegn lögum eða skilmálunum eða gætu skaðað viðskiptavild eða orðspor Aflamiðlunar ehf.; c. Býr til upplýsingasíðu á vefnum sem byggir á óleyfilegri skráningu t.d. aðila sem ekki er til eða notar upplýsingar frá þriðja aðila án samþykkis þess aðila; d. Skráningu upplýsinga frá þriðja aðila án samþykkis þess aðila; e. Dreifir hatursfullu, ólöglegu eða óviðeigandi efni í gegnum Bátamiðlun. Leiki grunur á að fyrirtæki hafi viðhaft ólögmæta háttsemi áskilur Aflamiðlun ehf. sér rétt til að upplýsa viðeigandi yfirvöld um slíkt og telst slíkt ekki brot á trúnaðarskyldu. Aflamiðlun er ekki skylt að upplýsa fyrirtækið um slíka tilkynningu til yfirvalda.
  10. gr. Hafðu Samband Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þessa skilmála, vinsamlegast hafðu samband við Aflamidlun á netfang ingvi@aflamidlun.is
  11. gr. Lög og lögsaga Þessir skilmálar eru háðir og túlkaðir í samræmi við íslensk lög. Ef ágreiningur kemur upp í tengslum við notkun Bátamiðlunar og sá ágreiningur leiðir til dómshöfðunar, skal slíkt mál höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

PERSÓNUVERNDARSTEFNA BÁTAMIÐLUNAR.IS Velkomin til Bátamiðlunar.is. Okkur er umhugað um persónuvernd og við viljum að þú vitir hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar um þig. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi persónuverndarstefnu okkar, vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið ingvi@aflamidlun.is Stefnan er aðgengileg á vefsíðunni batamidlun.is. Þér er bent á stefnuna við lestur almennra notkunarskilmála og þú ert beðin(n) um að staðfesta lestur hennar þegar þú sækir um þjónustu frá okkur. Ábyrgðaraðili Aflamiðlun ehf., kt. 501017-1400, Hlíðarsmára 8, 201 Kópavogi, er ábyrgðaraðili fyrir þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram í tengslum við þjónustu Bátamiðlunar. Hvaða upplýsingum söfnum við, hvernig og í hvaða tilgangi? Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um einstakling sem gera mögulegt að persónugreina hann, beint eða óbeint. Við notum persónuupplýsingar alla jafna í þeim tilgangi að virkja aðgang þinn að vefsíðum okkar og senda þér reikning fyrir keyptri þjónustu. Þá kunnum við að nota tengiliðaupplýsingar þínar til þess að senda þér markaðsefni eða tilkynningar, sem tengjast þjónustunni sem þú kaupir hjá okkur og loks til að gæta lögmætra hagsmuna okkar, t.d. til þess að koma í veg fyrir sviksamleg atvik og ólögmæta háttsemi. Við söfnum eftirfarandi persónuupplýsingum um alla notendur; • Við notum Google Analytics og Facebook Pixel til að safna tæknilegum gögnum. Þegar þú heimsækir vefsíður okkar þá söfnum við gögnum sjálfkrafa sem fela í sér upplýsingar eins og IP-tölu, tegund vafra, auðkenni tölvunnar og tölvukerfi. Einnig eru skráðar upplýsingar um að þú tengist vefsíðunni okkar í gegnum hlekk og þá af hvaða vefsíðu, hvernig þú notar vefsíðuna, tíma og dagsetningu heimsóknar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum, auk upplýsinga um kaup á þjónustu. Slíkum upplýsingum kann að vera safnað með notkun vefkafa (e. cookies). Nánari upplýsingar um vefkökur má finna hér að neðan. Við söfnum eftirfarandi persónuupplýsingum aðeins frá skráðum notendum á Bátamiðlun.is. • Við notum þjónustu Sharetribe til þess að halda utan um notendaupplýsingar s.s. nafn og tölvupóstfang. Þetta gerum við til þess að halda utan um skráðan aðgang þinn og til að greiða fyrir samskiptum milli notanda og Aflamiðlunar. • Við óskum eftir og höldum skrá yfir kennitölur þeirra sem kaupa af okkur þjónustu. Þetta gerum við til þess að geta sent reikning í heimabankann þinn þegar þú kaupir af okkur þjónustu. • Við varðveitum upplýsingar um skip sem þú skráir til sölu á vefsíðu okkar. Hvaðan fáum við upplýsingarnar? Að jafnaði fáum við framangreindar upplýsingar beint frá þér. Í vissum tilfellum kunnum við að sækja frekari upplýsingar frá þriðja aðila, s.s. í opinberar skrár til staðfestingar á eignarhaldi, svo unnt sé að veita þá þjónustu sem þú óskar eftir og tryggja að notkun þjónustunnar sé í samræmi við notkunarskilmála. Réttindi þín Einstaklingar eiga rétt á því að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir til að tryggja réttindi þeirra. Helstu réttindi einstaklinga samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni eru eftirfarandi: Upplýsingaréttur. Réttur til þess að fá upplýsingar um vinnsluna og um þann rétt sem þú átt samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Aðgangsréttur. Réttur til þess að fá upplýsingar um það hvort verið sé að vinna með upplýsingar um þig og aðgangur að þeim upplýsingum, þ.á.m. réttur til að fá afrit af þeim upplýsingum. Andmælaréttur. Réttur til að mótmæla því að persónuupplýsingar um þig séu notaðar í sérstökum tilgangi. Flutningsréttur. Réttur til að flytja eigin gögn sem þú hefur sjálfur afhent ábyrgðaraðila, t.a.m. ef þú vilt endurnýta þau hjá annarri þjónustu eða ábyrgðaraðila. Réttur til leiðréttingar og eyðingar. Réttur til að láta leiðrétta og eyða persónuupplýsingum um þig sem eru óáreiðanlegar eða rangar. Réttur til að gleymast. Í vissum tilfellum átt þú rétt á því að öllum persónuupplýsingum sem við höfum að geyma um þig sé eytt, ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í ljósi upphaflegs tilgangs fyrir vinnslu. Hversu lengi varðveitir Bátamiðlun persónuupplýsingar? Bátamiðlun varðveitir persónuupplýsingar ekki lengur en þörf er á til að uppfylla þann tilgang sem söfnun þeirri byggði á, nema annað reynist nauðsynlegt til að uppfylla kröfur laga. Öryggi persónuupplýsinga Við viðhöfum viðeigandi öryggisráðstafanir í því skyni að hindra að persónuupplýsingar þínar glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi. Aðgangur að upplýsingum er auk þess takmarkaður við þá aðila sem nauðsyn ber til og sem eru bundnir trúnaðarskuldbindingu. Við vekjum athygli á að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, aldri og mynd, sem þú kýst að deila á almennum vettvangi. Gildistími Persónuverndarstefna Bátamiðlunar gildir frá og með 04.03.2024 og til þess tíma sem ný persónuverndarstefna tekur gildi.

VEFKÖKUSTEFNA BÁTAMIÐLUNAR.IS Bátamiðlun.is notar vefkökur. Við hvetjum þig til að kynna þér vefkökustefnuna til að skilja betur og átta þig á því í hvaða tilgangi við notum vefkökur, hvaða upplýsingum er safnað, hvaða gerðir af vefkökum við notum og hvernig upplýsingarnar eru nýttar. Hvað eru vefkökur? Vefkökur eru litlar textaskrár, sem vistaðar eru í tækinu sem notað er til að heimsækja vefsíðu. Vefkökur geta ýmist verið tímabundnar (e. session cookie) og er þá eytt af tæki notanda þegar hann lokar vafranum, eða varanlegar (e. persistent cookie) og geymast áfram á vefsvæði notanda þar til þær falla úr gildi eða þeim er eytt. Notandi á þess alltaf kost að loka fyrir notkun vefkaka þegar hann heimsækir vefsvæði Bátamiðlunar.is. Vinsamlegast athugið að slíkar ráðstafanir geta takmarkað möguleika á notkun vefsíðunnar að hluta eða öllu leyti. Notar Bátamiðlun vefkökur? Bátamiðlun notar varanlegar vefkökur m.a. til að skrá heimsóknir á vefsíðum sínum, til að bæta upplifun notanda að síðunni, til að vernda vefsíðu Bátamiðlunar.is gegn óheimilli notkun og við svikavarnir. Bátamiðlun notar einnig tímabundnar vefkökur sem hafa þá einungis virkni meðan síða er heimsótt eða þar til vafra er lokað. Bátamiðlun notar vefkökur sem tilheyra þriðju aðilum, Google Analytics og Facebook Pixel. Bátamiðlun notar þessa þjónustu einkum til að greina notkun vefsvæðisins, til að útbúa markaðsefni og auglýsingar sem eru sérsniðnar að ákveðnum markhópi. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig þessir aðilar nota vefkökur á vefsíðum þeirra. Hvaða upplýsingum safnar Bátamiðlun með notkun vefkaka? Bátamiðlun gæti, í tengslum við heimsókn notanda á vefsvæði, safnað sjálfkrafa einhverjum af eftirfarandi upplýsingum: • Veffangi tölvu (e. internet protocol address (IP)) • Tímastillingum • Stýrikerfi og vafra • Vefslóð sem komið var frá • Land • Leitarskilyrði • Hvað notandi skoðaði á síðunni og hverju notandi leitaði að • Viðbragðstíma síðu • Villum í niðurhali • Tímalengd heimsóknar á vefsíðu • Upplýsingum um gagnvirkar síður svo sem skoðanir smellir og sýnileika upplýsinga þegar músarbendill færist yfir texta (e. mouse-over) • Aðferð við að fara af síðu

Nánari upplýsingar um vefkökur má finna hér: https://allaboutcookies.org/